Ríkið útvegi skógræktarfélögum land til skógræktar
Nýjum skógræktarlögum var fagnað í ályktun á nýafstöðnum aðalfundi Skógræktarfélags Íslands sem fram fór í Kópavogi. Fundurinn ályktaði að tryggja þyrfti nægt fjármagn til gerðar landsáætlunar í skógrækt. Þá hvatti fundurinn ráðamenn til að tryggja skilvirka kolefnisbindingu og tegundafjölbreytni í Landgræðsluskógum og sömuleiðis var því beint til ríkisstjórnarinnar að skógræktarfélögum yrði útvegað land til skógræktar.
02.09.2019