Stórkostlegt sumar á Þórsmörk!
Verkefnastjóri stígaviðhalds á Þórsmerkursvæðinu segist aldrei hafa upplifað annað eins sumar og það sem nú er á enda og sjálfboðaliðahóparnir hafi komið miklu í verk við stígalagningu, viðhald og önnur verkefni. Um sjötíu sjálfboðaliðar víða að úr heiminum hafa unnið þar í sumar og samtals skila þeir sem svarar rúmlega 200 vikna vinnu.
09.09.2019