Tillögur að landsáætlun í skógrækt og landgræðsluáætlun samræmdar í matvælaráðuneytinu
Ráðherra gefur eigi sjaldnar en á fimm ára fresti út landgræðsluáætlun og landsáætlun í skógrækt til tíu ára í senn. Í áætlununum tveimur skal kveðið á um framtíðarsýn og stefnu stjórnvalda í landgræðslu og skógrækt með hliðsjón af markmiðum laga um skóga og skógrækt og laga um landgræðslu. Samkvæmt lögum skal ráðherra samræma landgræðsluáætlun og landsáætlun í skógrækt og er nú unnið að því í matvælaráðuneytinu.
05.04.2022