Íslenskar skógarfurur þola lúsina best
Skógræktin hefur gefið út myndband í samvinnu við HealGenCar og SNS þar sem fjallað er um tilraunir með ýmis kvæmi skógarfuru með tilliti til þess hversu mikið mótstöðuafl þær hafa fyrir furulús. Í ljós kemur að afkomendur þeirra fáu trjáa sem lifðu af lúsafaraldurinn á seinni hluta síðustu aldar verða síst fyrir barðinu á lúsinni.
24.02.2022