Forest Europe bjóða fólki nú að vera með í herferð undir þessum kjörorðum, „ræktum græn störf“. Herferðin hefst formlega á alþjóðlegum degi kvenna og stúlkna í vísindum föstudaginn 11. febrúar og stendur næstu mánuði. Námsfólk og ungir sérfræðingar eru sérstaklega hvattir til að stefna á störf í skógargeiranum. Megintilgangur herferðarinnar er að vekja athygli á dæmum um góðan árangur og nýsköpun í grænum störfum. Sömuleiðis á herferðin að snerta við vandamálum á borð við kynjamisrétti og aðbúnað eða aðstæður vinnandi fólks.
Óbreyttur stuðningur er við skógrækt á Íslandi ef marka má könnun Maskínu sem gerð var í desember. 94,3% svarenda töldu skóga hafa almennt jákvæð áhrif fyrir landið, svipað hlutfall og í sambærilegum könnunum 2017 og 2004. Mikill meirihluti aðspurðra telur líka mikilvægt að binda kolefni í skógum. Þá finnst um 60 prósentum skipta máli hvaða trjátegundum er plantað hérlendis til skógræktar.
Nýtt matvælaráðuneyti tók formlega til starfa um mánaðamótin og þar með er Skógræktin einnig komin formlega í nýtt ráðuneyti. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra efndi að því tilefni til fundar með starfsfólki allra stofnana sem heyra undir ráðuneytið. Fundinn sótti hátt í 300 manns og þótti hugur í fólki að efna til spennandi samstarfs milli stofnana.
Skógræktin auglýsir eftir umsóknum frá félögum og samtökum um styrki til skógræktar undir merkjum Vorviðar. Styrkirnir eru ætlaðir til skógræktar á vegum almennra félaga og samtaka en ekki fyrirtækja eða stofnana. Umsóknarfrestur er til 1. mars.
Plöntubakkar eru verðmæti og nú er lag að líta í kringum sig, taka til fyrir vorið og skila plöntubökkum sem kunna að hafa orðið eftir hjá skógræktendum vítt og breitt um landið. Ef vel er farið með bakkana og þeim skilað aftur til gróðrarstöðva þannig að þeir nýtist árum saman spörum við plastið sem fer í að framleiða bakkana. Það er allra hagur.