Listakonurnar Elín Elísabet Einarsdóttir og Rán Flygenring útskýra hringrásir og hringrásarhagkerfið á einfaldan og skemmtilegan hátt í nýju myndbandi sem þær hafa búið til ásamt þriðja listamanninum, Sebastian Ziegler. Ef einhver hefur furðað sig á hugtakinu hringrásarhagkerfi og jafnvel fussað yfir því og sveiað ætti þetta skemmtilega myndband að geta varpað á það betra og jákvæðara ljósi. Útgefandi myndbandsins er Austurbrú sem vinnur að símenntun, rannsóknum, atvinnuþróun og markaðssetningu fyrir allt Austurland.
Björn Halldórsson, skógar- og sauðfjárbóndi á Valþjófsstöðum í Núpasveit, stefnir að því að nýta lífrænt vottaða fiskimykju frá seiðaeldisstöð á Kópaskeri í skógrækt og landgræðslu á jörð sinni. Hann segir mikla sóun ef slíku efni er fargað enda mikil næring í því.
Endurmenntun LbhÍ stendur fyrir námskeiði á Héraði 28. febrúar til 2. mars í grisjun og trjáfellingu með keðjusög. Námskeiðið er öllum opið og hentar þeim sem ekkert kunna á keðjusagir og vilja læra á þær. Einnig þeim sem hafa notað keðjusagir en vilja bæta fellingartækni sína eða vilja öðlast meiri þekkingu á meðferð og umhirðu saga. Hámarksfjöldi þátttakenda er 10.
Skógrækt er að verða að útflutningsgrein fyrir Íslendinga, segir skógræktastjóri. Ef björtustu spár Skógræktarinnar rætast verður skóglendi á Íslandi tvöfaldað á næstu tveimur áratugum.
Endurmenntun LbhÍ hefur bætt við námskeiði í trjáfellingum og grisjun með keðjusög nú í janúarmánuði vegna mikillar eftirspurnar. Þetta er þriggja daga námskeið, bæði bóklegt og verklegt, og má meta til einnar einingar af námi í garðyrkjufræðum.