Hefja innflutning á vindbrjótum fyrir skógrækt
Fyrirtækið Selskógar ehf í Stapaseli í Stafholtstungum hefur ákveðið að flytja inn frá Kína heilan gám af vindbrjótum sem veitt geta skjól í margs konar ræktun, meðal annars í skógrækt. Ábúendur í Stapaseli ætla sjálfir að nýta vindbrjótana við skógrækt sína, til dæmis við ræktun þins til jólatrjáa. Frá þessu er sagt í héraðsfréttablaðinu Skessuhorni.
29.03.2016