Opnað fyrir umsóknir um skógræktarnám
Landbúnaðarháskólinn hefur opnað fyrir umsóknir um nám á næsta skólaári. Að venju er boðið upp á nám á starfsmennta- og háskólabrautum, þar á meðal landgræðslu- og skógræktarnám en einnig nám í skógræktartækni, meðal annars með áherslu á landgræðsluskógrækt. Vaxandi áhersla er nú lögð á skógrækt og nýtingu viðar og annarra skógarafurða vítt og breitt um heiminn. Tækifærin eru því mörg fyrir fólk með skógarmenntun.
26.02.2016