Tré hitabeltisskóga sem vaxa á ný á beitilandi eða á landi sem búið hefur verið undir jarðrækt með skógarhöggi bæði vaxa mjög hratt og taka til sín miklu meiri koltvísýring en tré eldri skóga. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem birtar eru í nýjasta tímariti vísindaritsins Nature
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir það hafa verið gæfuspor fyrir íslenska skógrækt að höfuðstöðvar Skógræktar ríkisins skyldu vera færðar austur á Hérað árið 1990. Þær verði ekki færðar á næstunni. Til stendur að auka framlög til skógræktar á ný á næstu árum en þau voru dregin saman eftir hrun.
Ein er sú stétt manna þótt ekki sé hún stór hérlendis sem hugsar allt árið um jólatré. Það eru jólatrjáabændur. Á fræðsluvef Skógræktar ríkisins um jólatré má finna dagatal jólatrjáabóndans og þar má sjá hvaða verk þarf að vinna í hverjum mánuði ársins. Þar er líka ný þýðing á bandarískri grein um ræktun fjallaþins og korkfjallaþins.
Skogur.is fékk ábendingu um hagleiksmann sem hefði smíðað úr viði eftirlíkingu af L-134 vél úr Willy's-jeppa. Vélin er haganlega gerð og sýnir einstaklega vel hvernig sprengihreyfill vinnur. Smiðurinn handlagni heitir Ken Schweim, bandarískur kennari og sjúkraflutningamaður á eftirlaunum.
Stór hluti fagfólks í skógrækt á Íslandi kom saman á Egilsstöðum dagana 19.-20. janúar af margföldu tilefni. Fagnað var sjötugsafmæli Jóns Loftssonar sem lét af störfum um áramótin og haldin ráðstefna honum til heiðurs en jafnframt hittist starfsfólk Skógræktar ríkisins og Landshlutaverkefna í skógrækt á sameiginlegum starfsfmannafundi vegna væntanlegrar sameiningar í nýja stofnun, Skógræktina. Um þetta er ítarleg umfjöllun í Bændablaðinu sem kemur út í dag.