Félag skógarbænda á Austurlandi stendur fyrir opnum kynningarfundi þriðjudaginn 19. janúar kl. 17 á Hótel Héraði Egilsstöðum. Þar verður rætt um stofnun afurðamiðastöðvar viðarafurða á Austurlandi. Fundurinn er öllum opinn.
Alþjóðlegu ári belgjurta 2016 er ætlað að fræða heimsbyggðina um næringargildi þeirra afurða sem margar belgjurtir gefa af sér og hvernig belgjurtir geta stuðlað að sjálfbærari matvælaframleiðslu í heiminum, matvælaöryggi og betra næringarástandi fólks. Með því að halda alþjóðlegt ár belgjurta gefst einstakt tækifæri til að auka þátt belgjurta í matvælakeðju heimsins og stuðla að því að belgjurtaprótín verði meira notuð í matvæli og matargerð vítt og breitt í heiminum.
Nýr árgangur vísindaritsins Icelandic Agricultural Sciences er nú tilbúinn á vef ritsins sem nú kemur einungis út á rafrænu formi. Að þessu sinni eru í því sex greinar, meðal annars grein eftir Úlf Óskarsson og Wolfgang Heyser þar sem fjallað er um áhrif svepprótarsmits við ræktun melgresis á tveimur sandsvæðum sunnanlands.
Auglýstur frestur rennur út í dag til að skrá sig til þátttöku á skógræktarráðstefnuna sem haldin verður 20. janúar til heiðurs Jóni Loftssyni, fyrrverandi skógæktarstjóra. Yfirskrift ráðstefnunnar er Tímavélin hans Jóns og þar verður litið yfir síðustu sjötíu ár í skógrækt á Íslandi og spáð í hver þróunin geti orðið næstu sjötíu árin. Vegna bilunar í skráningarvél eru þátttakendur beðnir að yfirfara skráningu sína á skogur.is
Landgræðsla ríkisins auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Landbótasjóði Landgræðslunnar Sjóðurinn úthlutar árlega styrkjum til margvíslegra landbótaverkefna til bænda, sveitarfélaga, félagasamtaka og annarra umráðahafa lands. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 20. janúar.