Lífgandi skógar
Sjálfboðasamtökin Trees for Life hafa gróðursett eina milljón trjáplantna og girt skóglendi til að bjarga leifum fornra skóga Skotlands frá eyðingu. Stefnt er að því að gróðursetja annað eins á næstu fimm árum. Í Skotlandi eru dæmi um gamla skóga sem yrðu horfnir eftir hálfa öld ef ekkert yrði að gerð. Vegna ofbeitar hjartardýra og fleiri grasbíta kemst nýgræðingur ekki upp til að taka við af gömlu trjánum. Einmitt þannig fór fyrir birkiskógunum á Íslandi.
27.01.2016