Grisjun gott tækifæri til könglatínslu
Á dögunum var unnið að grisjun elsta hluta barrskógarins í Svignaskarði þar sem heitir Daníelslundur. Grisjun var orðin tímabær í þessum skógi sem farið var að rækta á sjöunda áratug síðustu aldar. Eftir grisjunina lá eftir mikið af stafafurugreinum og nú hafa verið tínd af þeim 135 kíló af könglum sem ættu að gefa mikið af góðu fræi. Meiningin er að safna meiru á föstudag, 11. mars, og eru allar vinnufúsar hendur velkomnar að taka þátt í því.
07.03.2016