Skógar og vatn
Vatn er þema alþjóðlegs dags skóga hjá Sameinuðu þjóðunum þetta árið. Í tilefni af því hefur Skógrækt ríkisins sent frá sér myndband þar sem þrír íslenskir vísindamenn segja frá því mikilvæga hlutverki sem skógar heimsins gegna fyrir vatnsauðlind jarðarinnar og tæpa á niðurstöðum hinnar viðamiklu rannsóknar Skógvatns sem gerð var í austfirsku birkiskóglendi og ræktuðum barrskógum.
18.03.2016