Myndarlegt trjánýra á Hallormsstað
Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Austurlandi, tók í liðinni viku myndir af sérstæðum útvexti á birkitré sem stendur í trjásafninu í Mörkinni á Hallormsstað. Þór man að þegar hann flutti í skóginn 1984 var þetta fyrirbrigði á stærð við epli en greinilegt er að það hefur stækkað mikið síðan, enda ríflega þrír áratugir liðnir. Fyrirbrigði þetta er stundum kallað trjánýra og er eftirsótt til tálgunar og rennismíði.
22.03.2016