Endurkortlagningu náttúrulegra birkiskóga og -kjarrs á Íslandi er lokið og nú liggja helstu niðurstöður hennar fyrir. Þessar niðurstöður, sem marka tímamót í sögu íslenskra birkiskóga, verða kynntar ráðherra umhverfismála þriðjudaginn 3. febrúar kl. 13 á Rannsóknastöð skóg­ræktar, Mógilsá.
Fjöldi landeigenda tekur þátt í Hekluskógaverkefninu og hafa margir þeirra náð undraverðum árangri í ræktun birkiskóga á örfáum árum, gjarnan á afar rýru landi. Meðal þeirra eru Benedikt Benediktsson og fjölskylda sem eiga landspildu syðst í landi Svínhaga á Rangárvöllum, rétt ofan Bolholts. Þau hafa breytt eyðimörk í skóg á átta árum.
Á fyrsta fræðslufundi nýs árs í Gömlu-Gróðrarstöðinni á Akureyri fjallar Katrín Ásgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Sólskóga, um framleiðslu skógarplantna og veltir upp ýmsum áskorunum í uppeldi plantnanna en spáir líka í framtíðina, hvert stefna skuli í þessum efnum.
...
Skógrækt ríkisins og Skógræktarfélag Íslands hafa í sameiningu gengið í Evrópusamtök jólatrjáaframleiðenda, CTGCE. Fulltrúi Íslands í samtökunum er Else Møller, skógfræðingur.