Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands auglýsir nú á vef sínum ýmis áhugaverð námskeið sem haldin verða á næstu vikum fyrir trjáræktarfólk og áhugafólk um viðarnytjar og handverk. Fólk getur lært að fella tré og grisja skóg með keðjusög, klippa tré og runna, smíða húsgögn og smærri nytjahluti.
Árið 2015 er ár jarðvegs hjá matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO. Aðalmarkmið alþjóðlega jarðvegsársins er að vekja athygli mannkynsins á mikilvægi heilbrigðs jarðvegs og að tala fyrir sjálfbærri nýtingu svo takast megi að vernda þessa mikilvægu náttúruauðlind.
Alþjóðabankinn styður við verkefni sem stuðla að betri landnytjum í heiminum, meðal annars með því að flétta skógrækt við aðra landnýtingu. Aðstoðarforstjóri Alþjóðabankans telur mikla möguleika vera á landnýtingarsviðinu til að draga úr útblæstri koltvísýrings, meðal annars með skógrækt og loftslagsvænum aðferðum í landbúnaði.
Lennart Ackzell hjá sænsku bændasamtökunum segir að lifandi jólatré séu miklu betri fyrir umhverfið en gervitré, sérstaklega ef fólk kaupir tré úr nágrenni sínu. Með þessum skilaboðum óskar Skógrækt ríkisins öllum Íslendingum gleði og friðar á jólum og farsældar á komandi ári um leið og þakkað er fyrir skógræktarárið sem er að líða.
Á Krókeyri, innst í Innbænum á Akureyri suður undir flugvellinum, stendur myndarlegt tvílyft timburhús sem í daglegu tali er kallað Gamla-Gróðarstöðin. Húsið og skógurinn í kring er sögulegur minnisvarði fyrir íslenska skógrækt og garðrækt. Gaman er að skoða myndir sem teknar eru af þessu húsi með aldar millibili.