Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Minningarsjóði Hjálmars R. Bárðarsonar og Else Bárðarson. Markmið sjóðsins er að styrkja rannsóknaverkefni í landgræðslu og skógrækt, með sérstakri áherslu á vistfræði lúpínu og landgræðsluskógrækt með lúpínu. Umsóknarfrestur er til 10. janúar
Þegar starfsemi Skógræktar ríkisins hófst á Mógilsá fyrir hálfri öld var þar enginn skógur. Staðurinn var mjög vindasamur enda steyptist norðanáttin ofan af Esju og náði miklum hraða við fjallsræturnar. Nú hreyfir varla hár á höfði á hlaðinu við stöðvarhúsið á Mógilsá hvernig sem viðrar. Skógurinn á Mógilsá er gott dæmi um hversu mjög skógrækt getur breytt veðurfari til hins betra. Ekki þarf nema fáeina áratugi til að þessi áhrif verði veruleg.
Suður-Kórea, Suður-Afríka og Eþíópía eru meðal þeirra fjölmörgu landa í heiminum sem nýta sér mátt trjágróðurs til landgræðslu og landbóta á svæðum þar sem gróðri hefur verið eytt og jarðvegseyðing orðið í kjölfarið. Með þessu starfi fæst aftur gjöfult land, bæði fyrir menn og náttúruna sjálfa, sjálfbær vistkerfi og líffjölbreytni.
Reykjavíkurborg og Skógræktarfélag Reykjavíkur hafa útnefnt borgartréð 2014. Að þessu sinni varð fyrir valinu fallegur garðahlynur við Sturluhallir, Laufásveg 49-51. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri útnefnir tréð borgartréð 2014 klukkan 17 í dag, föstudaginn 21. nóvember, og tendrar ljós á trénu.
Bændablaðið segir frá því í nýjasta tölublaði sínu frá 19. nóvember að líf hafi nú færst í gróðrarstöðina á Tumastöðum í Fljótshlíð sem Skógrækt ríkisins rak á sínum tíma við góðan orðstír. Hjónin Óskar Magnússon og Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir á Sámstaðabakka hafa tekið stöðina á leigu. Þau hyggjast viðhalda stöðinni og skapa þar störf.