Fyrsta formlega framhaldsnámskeiðið í tálgun var haldið í byrjun nóvembermánaðar í Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi undir heitinu „Vistsporin stigin í eldhúsinu“. Námskeiðið var haldið á grundvelli samstarfssamnings um fræðslumál á milli Skógræktar ríkisins og Lbhí. Sérstaklega var unnið að gerð eldhúsáhalda úr tré sem geta leyst af hólmi innflutt og mengandi plastáhöld.
Héraðs- og Austurlandsskógar óska eftir að ráða skógfræðing í stöðu verkefnastjóra (100% starf). Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi í framsækið og krefjandi starf.
Skógrækt ríkisins auglýsir laust til umsóknar starf aðstoðarskógarvarðar á Norðurlandi með aðsetur á Vöglum í Fnjóskadal. Þetta er fullt starf og heyrir undir þjóðskógasvið Skógræktar ríkisins. Það felst einkum í skipulagningu og framkvæmd verkefna í þjóðskógunum á Norðurlandi. 
Bandaríska fréttatímaritið Newsweek fjallar í nýjasta tölublaði sínu um skógrækt á Íslandi og hvernig loftslagsbreytingar hjálpa til við útbreiðslu skóglendis á landinu. Það sé sérstakt á þessari breiddargráðu því víðast hvar á norðlægum slóðum hafi menn meiri áhyggjur af því að skógarnir líði fyrir ýmis vandamál sem fylgi hlýnandi loftslagi og færslu trjátegunda til norðurs.
Styrkur frá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum gerði kleift að halda úti vinnuhóipum fjarri aðalbækistöðvum sjálfboðaliða í Þórsmörk í sumar og vinna þar að mikilvægum endurbótum.. Styrkurinn var formlega afhentur fulltrúa Skógræktar ríkisins og Þórsmörk Trail Volunteers í 20. ára afmælishófi Íslenskra fjallaleiðsögumanna nýverið.