Fram kemur á vef Bændablaðsins í dag að nýtt skógræktarfrumvarp verði lagt fram á haustþingi 2015. Frumvarpið verði byggt á greinargerð endurskoðunarnefndar um skógræktarlög sem skilað var í júní 2012 þar sem lögð var áhersla á eflda skógrækt með margvíslegum ávinningi fyrir land og þjóð. Fyrir þessu taldi nefndin m.a. að öflugt rannsóknar- og þróunarstarf væri forsenda. 
Starfsmenn skógarvarðarumdæmanna fjögurra hjá Skógrækt ríkisins hafa undanfarnar vikur unnið að því að fella jólatré, bæði torgtré og heimilistré. Skógarverðir Skógræktar ríkisins eru sammála um að auka þurfi jólatrjáaræktun í landinu. Hún hafi ekki aukist eins hratt hjá skógarbændum og vænst var og því sé Skógrækt ríkisins aftur að vinda upp seglin eftir nokkurt hlé. Hér verður farið yfir stöðuna í skógarvarðarumdæmunum fjórum.
Umhverfisáhrif af jólatrjám eru minnst ef valin eru lifandi íslensk tré og nettóáhrif íslensku trjánna geta jafnvel verið jákvæð þegar upp er staðið. Þau hafa líka jákvæð áhrif á íslenskan efnahag. Gervijólatré eru versti kosturinn því framleiðsla þeirra, flutningur  og förgun hefur margvísleg áhrif á umhverfið. Innfluttum, lifandi trjám fylgja líka neikvæð umhverfisáhrif. Ef öll jólatré á markaðnum hérlendis væru íslensk gætu 10 fjölskyldur haft lifibrauð sitt af framleiðslu þeirra.
Óvíða hérlendis eru aðstæður betri til ræktunar greniskóga en í Skorradal. Breytingin sem þar hefur orðið með skógrækt á hálfri öld er mikil og nú gefur skógurinn verðmætan grisjunarvið. Myndir teknar með hálfrar aldar millibili við Braathens-steininn á Stálpastöðum sýna mikinn árangur.
Óveðrið um síðustu helgi olli nokkrum skaða í nýgrisjuðum skógum í Norðtungu í Borgarfirði. Dálítið brotnaði líka af trjám í reitum sem grisjaðir voru í sumar á Vöglum í Fnjóskadal og Stálpastöðum í Skorradal en í öðrum skógum Skógræktar ríkisins varð ýmist mjög lítið tjón eða ekkert. Stálpaðir skógar eru viðkvæmir fyrir miklum stórviðrum í fáein ár eftir grisjun en styrkjast svo aftur.