Grisjun hefur gengið vel þetta árið í skógum landsins. Með tilkomu grisjunarvélar er nú hægt að ná meira viðarmagni úr skógunum. Viðarmagn sem ekið verður úr Stálpastaðaskógi í haust losar eitt þúsund rúmmetra ef áætlanir standast og nú er að hefjast akstur á timbri úr Vaglaskógi þar sem milli átta og níu hundruð rúmmetrar standa nú í stæðum eftir grisjun í sumar.
Tuttugasta og fimmta heimsráðstefna alþjóðasambands rannsóknarstofnana í skógvísindum verður haldið í Curitiba í Brasilíu í októbermánuði árið 2019. Þetta var ákveðið á fyrsta fundi alþjóðaráðs IUFRO á heimsráðstefnunni sem nú stendur yfir í Salt Lake City í Bandaríkjunum.
Skógræktarsvæði í hlíðinni ofan við byggðina á Patreksfirði þurfti að víkja fyrir snjóflóðavarnargörðum sem nú er verið að leggja lokahönd á. Myndarlegir bolir úr skógræktinni verða notaðir á staðnum því húsgögn í útikennslustofu verða gerð af viði úr skóginum sem hvarf.
Á ráðstefnu NordGen Forest sem haldin var í Noregi í september var mikið rætt um hvernig skógræktendur á Norðurlöndunum gætu búið sig undir hlýnandi veðurfar og hvernig nýta mætti loftslagslíkön til að undirbúa skógræktina á komandi árum og áratugum. Fimmtíu sérfræðingar hvaðanæva af Norðurlöndunum sóttu ráðstefnuna.
Þurrir og berir melar í landi Háls í Fnjóskadal hafa tekið stakkaskiptum á fáum árum og eru nú óðum að hverfa í skóg. Um 130 þúsund plöntur hafa verið gróðursettar, að mestu leyti í sjálfboðavinnu.