Kísilver skapa tækifæri í nytjaskógrækt
Fréttablaðið fjallar um arðskógrækt þriðjudaginn 17. febrúar og ræðir við Þorberg Hjalta Jónsson, skógfræðing á Rannsóknarstöð skógræktar, Mógilsá. Vitnað er í grein Þorbergs í nýlega útkomnu Riti Mógilsár sem hefur að geyma efni frá Fagráðstefnu skógræktar sem haldin var á Selfossi í mars í fyrra. Þar fjallaði Þorbergur Hjalti um þá möguleika sem byggju í nytjaskógrækt fyrir fjárfesta sem vildu binda fé sitt til langs tíma í arðbærum verkefnum.
20.02.2015