Starfsmenn Vesturlandsdeildar Skógræktar ríkisins hafa á undan förnum vikum unnið hörðum höndum við aðfletta timbri sem  verður notað í dekkið á brúnni  yfir ginnungagapið sem myndaðist í Almannagjá á Þingvöllum.
Skógardagurinn mikli, árleg skógarhátíð Félags skógarbænda á Austurlandi, Barra, Héraðs- og Austurlandsskóga, Skógræktarfélags Austurlands og Skógræktar ríkisins, var haldinn hátíðlegur í 8. sinn í Mörkinni í Hallormsstaðaskógi þann 23. júní sl.
Landnámsdagur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi var haldinn í fimmta sinn laugardaginn 9. júní sl. Fjölbreytt dagskrá var í boði víða um sveitina, m.a. í þjóðskóginum í Þjórsárdal.
Gróðursetning er hafin að Laxaborg í Dalabyggð. Búið er að gera 4 ára áætlun um að gróðursetja í land Skógræktar ríkisins að Laxaborg og verður verkið unnið í samstarfi við Landsvirkjun.
Tjaldsvæðin í Vaglaskógi opnuðu um síðustu helgi í blíðskaparveðri.