Skógarfólkið á Íslandi
Nánast hvert mannsbarn á Íslandi hefur tekið þátt í að planta tré og vel flest ungmenni unnið að skógræktarverkefnum á einn eða annan hátt gegnum skóla eða félagsstarf. Skógarmenning er að færast í aukana á landinu en meðalaldur í skógræktarhreyfingunni er hins vegar að hækka. Viðbrögð við þessu er stofnun Ungviðar, ungmennaarms skógræktarfélaganna. Þar situr í stjórn Elisabeth Bernard mannfræðingur sem gert hefur úttekt á stöðu skógræktarfélaganna í landinu.
23.09.2021