Frumniðurstöður tilraunar á Mosfellsheiði sýna afdráttarlaust neikvæð áhrif sauðfjárbeitar á nýskógrækt
Tilraun til að kanna aðstæður til skógræktar á Mosfellsheiði fór af stað með gróðursetningum haustið 2019 og vorið 2020. Meginmarkmið tilraunarinnar er annars vegar að kanna áhrif umhverfisaðstæðna á vöxt plantna og hins vegar að athuga hvort beit hafi áhrif á vöxt og lifun trjáplantna. Tilraunin er unnin fyrir Kolvið og fjallað er um hana í Ársriti Skógræktarinnar 2020.
26.07.2021