Kvæmatilraun með íslenska birkið
Ilmbjörk (Betula pubescens) er eina íslenska trjátegundin sem myndar samfelldan skóg. Hún er ein mest gróðursetta trjátegundin í skógrækt á Íslandi undanfarin ár. Mikilvægt er að efniviðurinn sé góður og valin séu þau kvæmi birkis sem henta á því svæði sem gróðursett er á. Þá er ljóst að kvæmi geta verið misvel móttækileg fyrir ýmsum skaðvöldum. Einnig getur verið munur á því hversu mikið meindýr sækja í viðkomandi kvæmi.
15.07.2021