Hæsti birkiskógur landsins?
Birkiskógur er mögulega fundinn í meiri hæð en vitað er um annars staðar á landinu. Skógur þessi eða kjarr vex í um 590-630 metra hæð yfir sjávarmáli og virðist í framför. Sumarvöxtur á bæði birki og víði mælist 20 sentímetrar eða meira. Með friðun og markvissum aðgerðum mætti breiða út birkileifar sem víða er að finna á öræfunum sunnan Mývatnssveitar, allt frá Búrfellshrauni í norðaustri að Hvammsfjöllum í suðvestri
19.08.2021