Nær engin sjálfsáning stafafuru þar sem gróðurþekja er þéttust í Steinadal
Útbreiðsla stafafuru í Steinadal í Suðursveit er áberandi mest á gróðursnauðum melum en mun minni og nær engin þar sem gróðurþekjan er sem þéttust og mest. Álykta má að furufræin eigi auðvelt með að ná fótfestu á röskuðu landi þar sem samkeppnisgóður er í lágmarki. Engar plöntur af stafafuru fundust hins vegar inni í þéttu birkikjarri og á skógarbotni eldri birkiskógar. Þetta er meðal niðurstaðna í rannsókn á útbreiðslu stafafuru í Steinadal sem sagt er frá í grein í Ársriti Skógræktarinnar 2020.
05.07.2021