Ertu að hugsa um að kolefnisjafna þig?
Síðustu misseri hafa kolefnismál verið töluvert í umræðunni. Mörg ríki heims hafa sett sér mjög metnaðarfull markmið varðandi það að draga úr losun kolefnis útí andrúmsloftið og er það hið besta mál. Við þurfum hins vegar öll að gera okkur grein fyrir því hvað það er mikilvægt að við hefjum öflugar aðgerðir strax og fyrsta skref okkar á að vera að draga eins mikið úr losun og við mögulega getum. Þetta á bæði við einstaklinga og fyrirtæki. Óraunhæft er við núverandi aðstæður að draga alveg úr losun og því þurfum við að grípa til mótvægisaðgerða. Þar kemur kolefnsbinding með skógrækt sterk inn.
19.11.2020