Kolefnisbinding – jákvæð hliðaráhrif skógræktar
Stefna stjórnvalda er að Ísland nái kolefnishlutleysi árið 2040 og hefur metnaðarfull aðgerðaráætlun í þeim efnum verið sett fram. Mikilvægast er að draga sem mest við getum úr losun og binda það sem uppá vantar með ýmsum aðgerðum. Þar kemur skógrækt sterk inn, því ýmsar rannsóknir sýna fram á að kolefnisbinding með skógrækt gefur mjög góða raun. Skógrækt á Íslandi „tikkar“ einnig í mörg box í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, en þeim er ætlað að vera ákveðið leiðarljós aðildarríka að bættum heimi.
18.12.2020