Hvað er nýskógrækt?
Í myndbandi frá samtökunum One Tree Planted er útskýrt á einfaldan og skýran hátt hvað átt er við með nýskógrækt. Í allrastystu máli er þetta skógrækt á skóglausu landi. Þarna er nýskógrækt skipt í þrjá meginflokka eftir meðferð skógarins, skóg sem ætlað er að endurnýjast náttúrlega, nytjaskóg og loks landbúnaðarskóg sem styður við aðra ræktun. Samtökin One Tree Planet fjármagna nú nytjaskógræktarverkefni í Breiðdal og hafa áhuga á fleiri verkefnum hérlendis.
25.01.2021