Plastlaus september hjá Skógræktinni
Skógræktin tekur þátt í Plastlausum september sem er árvekniátak á vegum grasrótarsamtaka um þennan viðburð til að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og þann plastúrgang sem fellur til daglega og leita leiða til að minnka notkunina. Starfsfólk Skógræktarinnar er hvatt til að kaupa frekar matvöru í pappaumbúðum en plasti, nota ekki einnota borðbúnað úr plasti og plokka rusl í umhverfi sínu.
08.09.2020