Skógræktin tekur þátt í Plastlausum september sem er árvekniátak á vegum grasrótarsamtaka um þennan viðburð til að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og þann plastúrgang sem fellur til daglega og leita leiða til að minnka notkunina. Starfsfólk Skógræktarinnar er hvatt til að kaupa frekar matvöru í pappaumbúðum en plasti, nota ekki einnota borðbúnað úr plasti og plokka rusl í umhverfi sínu.
Evrópulerki var gróðursett í sumar í nýjan frægarð í landi Tungu við Tumastaði í Fljótshlíð. Í reitnum eru 90 ágrædd tré af 39 klónum evrópulerkis. Með hlýnandi veðurfari gæti evrópulerki orðið hentug tegund til skógræktar á vissum svæðum hérlendis. Fyrstu fræin úr frægarðinum gætu þroskasteftir 10-15 ár.
Yfirvöld í borgum og bæjum um allan heim líta nú í vaxandi mæli til trjánna sem tækis í baráttunni við loftslagsbreytingar. Með öðrum orðum er nú vaxandi áhugi á því að auka trjágróður í þéttbýli og næsta nágrenni þess. Í borgum og bæjum Túrkmenistans verða gróðursettar rúmar tvær milljónir trjáplantna á árinu. Trjárækt sem loftslagsaðgerð í þéttbýli verður meðal umræðuefna á fundi evrópskra borgar- og bæjarstjóra í Genf í október.
Skógræktarfélag Íslands, í samstarfi við Lambhaga, hefur útnefnt gráreyni að Skógum í Þorskafirði sem tré ársins 2020. Tréð var sæmt titlinum við hátíðlega laugardaginn 29 ágúst. Gráreynir hefur ekki áður verið útnefndur tré ársins hjá félaginu.
Ákveðið hefur verið að aflýsa Fagráðstefnu skógræktar 2020 sem ráðgerð hafði verið í októbermánuði á Hótel Geysi í Haukadal. Stefnt er að því að Fagráðstefna 2021 verði haldin á sama stað 6.-8. apríl 2021 með fyrirvara um breytingar.