Sumarið hlýtt og gróskumikið
Hreinn Óskarsson, sviðstjóri þjóðskógasviðs Skógræktarinnar, segir að sú aðferðafræði sem unnið er eftir í Hekluskógaverkefninu sé farin að sanna sig. Birki er gróðursett í bletti svo það geti sáð sér út af sjálfsdáðum. Sjálfsáning er þegar hafin frá lundum sem komnir eru vel á legg. Hreinn býst við að nýir skaðvaldar sem nú herja á birki og fleiri tegundir muni missa þróttinn með tímanum, meðal annars þegar óvinir þeirra taka að herja á þá.
11.08.2020