Þingeyingar sjá tækifæri í kolefnisbindingu
Að því er spurt í aðsendri grein í nýjasta tölublaði Bændablaðsins hvort tækifæri felist í kolefnisbindingu. Þar kemur fram að nú sé unnið að fýsileikagreiningu kolefnisbindingar í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit sem lið í samstarfsverkefni þessara sveitarfélaga, Nýsköpun í norðri. Gera megi ráð fyrir að út frá landkostum og hóflegri nýtingu lands til bindingar megi binda árlega 300-500 þúsund tonn af koltvísýringi á ári í þessum tveimur sveitarfélögum. Sá markaður sem nú er að myndast í heiminum fyrir kaup og sölu kolefniseininga feli í sér tækifæri fyrir íslenska bændur og aðra landeigendur.
01.02.2021