Vegna hlýindanna í febrúar er vöxtur lerkis og fleiri tegunda trjáa og runna óvenjusnemma á ferðinni, jafnvel miðað við undanfarin ár. Ef hlýindin halda áfram má ætla að lerkið verði orðið býsna grænt í lok mars.
Bókin Skógar fyrir fólk er nú komin út og í henni er að finna eina grein íslenskra höfunda, þeirra Þrastar Eysteinssonar og Ólafs Oddssonar.
Dagana 24. og 25. febrúar var haldið námskeið  í sögun og þurrkun á Hallormsstað á vegum evrópuverkefnis Þorpsins.
Framkvæmdasjóður Ferðamannastaða styrkti á dögunum Skógrækt ríkisins til að bæta aðgengi og aðstöðu í þjóðskógunum.
Aðalfundur Vina Þórsmerkur verður haldinn í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, miðvikudaginn 29. febrúar kl. 20:00.