Uppsveitabrosið er viðurkenning sem veitt er árlega einstaklingi eða fyrirtæki sem hefur lagt ferðaþjónustunni í Árnessýslu lið á jákvæðan uppbyggilegan hátt og stuðlað að samvinnu.
Páskar eru forn frjósemishátíð og var það því vel við hæfi að lerkið í fræhöllinni á Vöglum blómstraði um páskahelgina.
Fimmta opna hús skógræktarfélaganna árið 2010 verður í kvöld, þriðjudaginn 6. apríl. Bjarni Diðrik Sigurðsson, brautarstjóri skógfræði og landgræðslu við Landbúnaðarháskóla Íslands, mun fjalla um kolefnisbindingu og skógrækt.
Loftur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógráðs og Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Austurlandi, eru stjórnarmeðlimir í nýstofnuðu COST-verkefni á vegum Evrópusambandsins.
Skógrækt ríkisins tók nýverið í notkun nýtt símakerfi og nýtt símanúmer.