Ráðstefnan Landsýn – vísindaþing landbúnaðarins verður á Hvanneyri 7. mars 2014. Þar verður meðal annars málstofa um skógrækt á rofnu landi.
Stærstu lífverur heims eru risafurur (Sequoiadendron giganticum). Þær eru engar furur, heldur teljast þær til sýprusættar rétt eins og einir. Íslenskt skógræktarfólk skoðaði risana í Kaliforníu í haust sem leið.
Mun meira hefur verið afhent af trjáviði til Elkem á Grundartanga en áætlað var samkvæmt 10 ára samningi sem gerður var milli Skógræktarinnar og Elkem árið 2010. Alls hafa um 2.750 rúmmetrar af föstu efni verið afhentir Elkem á árinu 2013.
Rétt fyrir jólin gerði Rúnar Snær Reynisson, fréttamaður Ríkisútvarpsins á Austurlandi, fallega frétt um íslensk jólatré og ræddi við nokkra starfsmenn Skógræktarinnar.
Svo virðist sem fátt sé öruggari fjárfesting en uppvaxandi tré í ræktuðum hitabeltisskógi. Yfirleitt er hægt að treysta því að trén vaxi og alltaf er markaður fyrir trjávið og aðrar skógarafurðir. Hlutabréf sveiflast hins vegar í verði og þótt gull sé góð fjárfesting vex það ekki af sjálfu sér eins og trén.