Skógrækt ríkisins tekur þátt í árlegum jólamarkaði sem haldinn verður í gróðrarstöðinni Barra laugardaginn 14. desember. Til sölu verða jólatré og skógarafurðir, kakó og vöfflur, handverk, jarðávextir, rjúkandi Rússasúpa, skata, harðfiskur, hangikjöt og ýmislegt annað góðgæti til jólanna. Skemmtiatriði verða líka flutt.
Hvar skyldi nú hæsta jólatréð verða fellt í ár? Undanfarnar vikur hafa torgtré og heimilistré verið felld í skógum Skógræktar ríkisins og þau eru farin að prýða götur og torg um allt land. Hæsta tréð í ár kemur reyndar úr heimilisgarði á Egilsstöðum, 47 ára tré sem stendur í miðbænum á Egilsstöðum. En margt er fallegt, stærra sem smærra, sem Skógræktin afhendir viðskiptavinum sínum fyrir þessi jól. Hér eru fregnir frá skógarvörðunum um verkefnin þessa dagana.
Í Kootenay-þjóðgarðinum í Klettafjöllunum í suðaustanverðri Bresku-Kólumbíu eru vegsummerki eftir gríðarlegan skógareld. Hann átti sér stað árið 2003 og brunnu þá 17.000 hektarar skóga, en það er sambærilegt við um helming allra gróðursettra skóga á Íslandi. Það voru einkum stafafuruskógar sem urðu eldinum að bráð en einnig blágreni- og fjallaþinsskógar ofar í fjallshlíðunum.
Í nýrri skýrslu sem kallast Borgarskógrækt - skógrækt í Reykjavík er lagður grundvöllur að stefnu borgarinnar í skógræktarmálum. Skýrslan er samantekt starfshóps á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur fyrir greinargerð með aðalskipulagi borgarinnar 2010-2030.
Jafnvel þótt mörgum þyki árangur loftslagsráðstefnunnar í Varsjá í Póllandi heldur lítill er vert að fagna samkomulagi sem þar náðist um að vernda skóglendi í heiminum. Í vikunni ákváðu Noregur, Bretland og Bandaríkin líka að leggja talsverða fjármuni í sjóð sem vinna á gegn eyðingu regnskóga og hvetja til skógræktar.