Þórsmörk og Goðaland
Þórsmerkursvæðið er nú ein af fallegustu náttúruperlum sem Íslendingar eiga. Segja má að gróðurfar Þórsmerkur sé líkt því gróðurfari sem klæddi um 40% landsins fyrir landnám. Þakka má samstilltu átaki Skógræktarinnar og bænda að eyðingaröflin skyldu ekki ná að ljúka verki sínu á svæðinu. Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, skrifar grein um þetta sem birtist í Dagskránni á Selfossi 12. desember 2013.
13.12.2013