Þórsmerkursvæðið er nú ein af fallegustu náttúruperlum sem Íslendingar eiga. Segja má að gróðurfar Þórsmerkur sé líkt því gróðurfari sem klæddi um 40% landsins fyrir landnám. Þakka má samstilltu átaki Skógræktarinnar og bænda að eyðingaröflin skyldu ekki ná að ljúka verki sínu á svæðinu. Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, skrifar grein um þetta sem birtist í Dagskránni á Selfossi 12. desember 2013.
Hvort er betra fyrir umhverfið, lifandi jólatré eða gervitré? Um þetta er spurt á hverju ári þegar jólin nálgast. Niðurstaðan er alltaf að best séu trén úr íslensku skógunum.
Með lögum um landshlutabundin skógræktarverkefni 1999 var stefnt að því að þekja skyldi skógi 5% láglendis undir 400 metrum yfir sjó. Skógarþekjan nálgast nú þetta mark í innanverðum Eyjafirði og því er svæðið vísbending um hvernig landið gæti litið út með þessu hlutfalli skógarþekju
Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson auglýsir eftir umsóknum um rannsóknarstyrki í landgræðslu og skógrækt. Sérstök áhersla er lögð á vistfræði lúpínu og landgræðsluskógrækt með lúpínu.  Umsóknarfrestur er til 20. janúar.
Mývetningar halda því fram að jólasveinninn eigi heima í Dimmuborgum og því trúum við hjá Skógræktinni auðvitað. Í Dimmuborgum er líka náttúrlegur íslenskur birkiskógur. En Finnar halda því fram að heimili jólasveinsins sé í Lapplandi. Við getum kannski sagt að jólasveinarnir búi í Dimmuborgum en jólasveinninn búi í Lapplandi, svona til að treysta böndin í báðar áttir. En sá finnski er hvað sem öðru líður með sannan jólaboðskap í myndbandi sem rak á fjörur okkar.