Skógrækt ríkisins óskar lesendum vefsins www.skogur.is gleðilegrar jólahátíðar með óskum um gæfuríkt nýtt ár. Megi það verða frjósamt og gjöfult fyrir skógrækt og annað landbótastarf á Íslandi sem annars staðar í heiminum.
Nýjar rannsóknir á vatnabúskap í skógum og graslendi í Panama staðfesta það sem skógræktarfólk hefur þóst vita, að skógar tempra hringrás vatnsins, draga úr flóðahættu í bleytutíð og þurrkum í þurrkatíð.
Margt áhugafólk um tré og skóga hefur heyrt talað um eldgömlu broddfururnar í Hvítufjöllum í Kaliforníu. Sú elsta sem mælst hefur spratt af fræi um 3050 árum fyrir Krist.
Í sumar sem leið störfuðu fjölmargir erlendir sjálfboðaliðar við stígagerð og stígaviðhald í Þórsmörk og á Goðalandi. Einn sjálfboðaliðanna, breskur hjólreiðamaður, skrifar skemmtilega frásögn á vefsíðu sína um sex vikna dvöl sína við þessi þörfu störf.
Nauðsynlegt er að ræða hvernig best sé að nota greni í skógrækt hérlendis. Þetta var mál manna á öðrum þemafundi vetrarins í Gömlu-Gróðrarstöðinni á Akureyri